Sum svefnpokagisting er orðín betri en hótel. Miðgarðar í barnaskólanum á Grenivík og Kiðagil í barnaskólanum í Bárðardal eru fyrirtaks gististaðir Þeir bjóða til dæmis þráðlaust samband við internetið. Það fylgir sennilega skólastarfinu, en sumarreksturinn nýtur góðs. Á báðum þessum stöðum fylgja hrein lök með dýnum og í Kiðagili eru tveggja manna herbergi. Aðbúnaður í 2500-3000 króna gistingu keppir við 7500-8000 króna gistingu á hótelum. Ég sé ekki, að morgunmaturinn sé lakari í svefnpokagistingu en í gistingu á hótelum. En minn samanburður er kannski ekki dæmigerður fyrir heildina.