Þórunn vill álverið

Punktar

Þórunn Sveinbjarnardóttir getur vel sett fótinn fyrir álverið í Helguvík. Það er leikur einn fyrir ráðherra að gera það, ef hún vill. Hún getur sagt ófært að þurrka upp jarðhita á Reykjanesi og Hellisheiði fyrir eitt álver. Það sé lágmarkskrafa, að álverið noti aðeins endurnýjanlega orku, ekki orku, sem eyðist á fjörutíu árum. Hún getur gert ítrustu kröfur til varna gegn mengun og um greiðslur til umhverfismála. En það mun hún ekki gera. Stafar af, að hún er ekki andvíg álverinu í Helguvík. Hún segist bara vera það. Hún felur sig bak við meinta sjálfvirkni í rennsli málsins um kerfið.