Þorpsfíflum er hampað

Punktar

Man enn eftir aulahrollinum, sem hríslaðist um mig. Var að horfa á þátt, sem átti að taka við af Spaugstofunni í Ríkissjónvarpinu. Fyrsti þátturinn fjallaði um Vestmannaeyjar. Þar voru dregnir fram menn, sem sögðu brandara að hætti eyjarskeggja. Minnti mig á ársrit, sem kom út fyrir mörgum áratugum og hét Íslenzk fyndni. Með drykkjusögum af prestum og öðru lítt áhugaverðu efni. Þegar nánar er gáð, er Ísland ein stór Heimaey. Full af eyjarskeggjum, sem eru hver undan öðrum um margra alda skeið. Ófærir um að bjarga sér í nútímanum. Enda er þorpsfíflum hvarvetna hampað. Í sjónvarpi og í kosningum.