Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður sér Flokkinn í upplausn. Hann sekkur undan ofurþunga nýfrjálshyggju og Davíðs Oddssonar gereyðingarvopns. Þorgerður sér, að Flokkurinn þarf strax að losa sig við Davíð og ofstæki nýfrjálshyggjunnar. Gagnrýnir sofandahátt Seðlabanka og fjármálaeftirlits. Gagnrýnir hækkun stýrivaxta, trúarofstæki Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, síðasta vígis nýfrjálshyggjunnar. Hún ræðir aðild að Evrópu, sem Geir Haarde segir ekki tímabært. Hún mun senn losa Flokkinn við ákvarðanafælinn strandkaptein í álögum Davíðs. Þorgerður Katrín heldur á bjarghringnum.