Þórðargleði hrunverja

Punktar

Mikil er Þórðargleði hrunverja yfir ógildingu Hæstaréttar á kosningunni til stjórnlagaþings. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Framsóknar geta ekki dulið gleði sína. Samt heimtaði Framsókn þingið. Undir niðri eru þessir flokkar því andvígir, að þjóðin breyti stjórnarskránni. Veldur þar mestu óttinn við, að þjóðin endurheimti auðlindir úr klóm kvótagreifa. Er stærsta pólitíska mál þjóðarinnar. Ríkisstjórnin og stjórnarmeirihlutinn eiga að skilja, að ekki gengur að ýta málinu í fang næsta stjórnlagaþings. Pólitísk öfl verða sjálf að taka slaginn gegn gömlu sérhagsmuna-klíkunum.