Þora ekki undan pilsfaldi

Punktar

Samtök pilsfaldakapítalista hafa samtök, sem reyna að taka kjarasamninga í gíslingu. Heimta ekki bara kvótavernd, líka aukinn ríkisrekstur. Vilja að ríkið hefji dýrar framkvæmdir til að efla atvinnu. Til þess hefur ríkið ekki fé. Enda er ekki hlutverk ríkisins að halda úti vinnu. Hlutverk svonefndra atvinnurekenda. Þeir geta hins vegar ekki staðið á eigin fótum. Til dæmis vegna fjárfestinga í skýjaborgum. Markaðshagkerfið snýst um, að ríkið sé ekki með puttann í málum atvinnulífsins og atvinnulífið ekki með puttann í málum ríkisins. En íslenzkir kapítalistar þora ekki undan pilsfaldinum.