Heitasta parið um þessar mundir er það, sem saman myndar meirihluta eða minnihluta í flestum stærstu byggðum landsins. Íhald og Framsókn hafa meirihluta í Reykjavík og í Kópavogi og væru saman í minnihluta í Hafnarfirði, ef Framsókn hefði komizt þar inn. Ríkisstjórnarmynztrið endurspeglast í sveitarfélögum, sem hafa samtals helming þjóðarinnar. Flokkarnir tveir geta hvorugur þvegið sig af hinum fyrir næstu kosningar. Hin svarta Framsókn má því búast við enn frekara einelti því nær sem dregur til stóra skellisins í alþingiskosningum að ári.