Þöggun er viðkvæm

Punktar

Tilefni pistils míns í gær var evrópsk skoðanakönnun, er sýndi mikinn meirihluta allra þjóða andvígan aðflutningi útlendinga. Ég tel mislukkaða þöggun vandamála við aðflutninginn hafa hraðað þessu ferli. Margir sjá þessa þöggun og hugsa í samræmi við það. Gunnar Smári hefur áður orðið reiður mínum málflutningi og varð að þessu sinni enn æstari. Reiðilesturinn má sjá á þræði Sósíalista í gær. Ég er að tala um framgang hægri öfgaflokka sem vandamál, en GSE túlkar orð mín sem rasisma. Telur tal um þöggun vera rasisma minn og engan raunveruleika. Ég tel mikla reiði hans afsaka orðnotkun hans og ekki leiða til frekari skoðanaskipta.