Þjóðrembd sérhagsmunagæzla

Punktar

Íslenzk þjóðremba er blásin út af hagsmunagæzlu innlendra bófa. Þeir hafna útlöndum og útlendingum, einkum þó Evrópusambandinu. Því að bófarnir óttast, að þessir aðilar skerði svigrúm sitt. Kvótagreifar vilja áfram soga til sín arðinn af auðlindum hafsins. Stjórnmálamenn vilja áfram hafa ráðuneyti, sem eru erlendis að athlægi fyrir lélega stjórnsýslu. Vilja ekki laga þau að evrópskum reglum um góða stjórnsýslu. Þeir vilja vernda gerræði og geðþótta, frændhygli og flokkshygli. Minni háttar bófar óttast samkeppni bófa frá Eystrasaltslöndunum. Allt er þetta sérhagsmunagæzla innlendra arðræningja.