Þjóðnýting taps

Punktar

Þegar frjálshyggjan hrundi, tók við ríkissósíalismi. Það er ekki núverandi ríkisstjórn að kenna, heldur vanhæfu ríkisstjórninni, sem þjóðnýtti bankana. Allt, sem síðan fylgdi, er smádót í samanburði og eðlilegt framhald. Fylgt er kennisetningunni um, að gróði skuli vera einkavæddur og tap skuli vera þjóðnýtt. Um þetta er ekki ágreiningur milli hægri og vinstri. Sósíalisminn, sem Engeyjarættin kvartar yfir þessa dagana, er ekkert annað en þjóðnýting taps. Viðskiptaberserkir sleppa að baki eignalausra einkahlutafélaga, en skattgreiðendur eru látnir taka á sig tapið. Án þess að vera spurðir.