Illt er að leggja hlutafé í bankana, þjóðnýta tapið. Bankastjórar fengu að vera kóngar í nokkur ár og spiluðu rassinn úr buxunum. Þeir eiga að hverfa og ekki með peninga, sem þeir tóku úr bönkunum á röngum forsendum. Ekki má láta sósíalismann draga kapítalistana að landi. Ríkið á ekki að þjóðnýta, heldur efla Íbúðalánasjóð, ríkisbanka, sem stendur eins og klettur í hafi markaðsvæðingar, græðgisvæðingar, hnattvæðingar, einkavæðingar. Að engu gagni í samfélaginu koma þessir bankar. Þeir lána ekki. Látum þá fá hægt andlát og styðjum heldur smælingjana, sem lögðu fé í sjóði á vegum þeirra.