Þjóðkirkja í fílabeinsturni

Punktar

Hús bóndans í Laufási í Grýtubakkahreppi er látlaust og passar vel við önnur hús í röðinni á Laufási. Ég skil ekki fjandskap þjóðkirkjunnar við húsið. Þórarinn Pétursson heldur úti myndarbúskap á jörðinni. Ég veit ekki til, að neinn prestur hafi áhuga á búskap á jörðinni. Búskapur Þórarins er studdur af sveitungum hans og sveitarstjórn. Af hverju er þjóðkirkjan að abbast upp á myndarlegan búskap á sögufrægri jörð? Það er ekki eins og vanti hús á staðnum fyrir prestinn, ef hann finnst einhvern tíma. Þjóðkirkja í fílabeinsturni stundar ítrekað ofbeldi á leiguliða sínum í Laufási.