Þjóðin vill ríkisrekstur

Punktar

Í hverri könnun á fætur annarri kemur í ljós, að yfirgnæfandi meirihluti okkar styður ríkisrekstur heilsuþjónustu. Bara eitt prósent vill, að einkaaðilar sjái um rekstur sjúkrahúsa. Tvö prósent, að þeir reki heilsugæslustöðvar og þrjú prósent hjúkrunarheimili. Segja má, að þjóðin sé ekki meira um neitt sammála en opinberan rekstur. Í áskorun, sem Kári Stefánsson safnaði fyrir ári, samþykktu 86.761 manns, að skora á ríkið að leggja 11% landsframleiðslu til heilsumála. Nú renna 9% til þeirra eftir mikinn niðurskurð og einkavinavæðingu. Ríkisstjórnin vinnur í máli þessu þvert á vilja nánast alls þorra íslenzku þjóðarinnar.