Könnun Capacent sýnir, að hálf þjóðin vill ekki þjóðaratkvæði um Evrópu, heldur draga umsóknina til baka. Vond tíðindi fyrir okkur stuðningsmenn Evrópu. Hef lengi efast um offors Samfylkingarinnar í þessu máli. Hef talið næsta víst, að aðild verði felld í þjóðaratkvæðinu. Þá er verr af stað farið en heima setið. Sem aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu höfum við árum saman lagazt að Evrópu. Hatrömm átök um aðild stefna aðlögun í hættu. Svo sem sést af skæruhernaði þess ráðuneytis, sem þénar undir hagsmunaaðila. En ferlið verður ekki stöðvað. Við verðum bara að gera okkar bezta í þjóðaratkvæðinu.