Í fyrsta lagi tel ég, að stjórnlagaþinginu beri að fullmóta hugmyndir, sem koma frá þjóðfundinum. Í öðru lagi tel ég, að stjórnlagaþingið lukkist, ef það vísar þungum ágreiningsefnum til kjósenda. Eins og Evrópusambandsaðild verður vísað til þjóðarinnar. Þingið skilar þá stjórnarskrá með tvenns konar orðalagi á örfáum stöðum. Stjórnarskráin yrði síðan borin undir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu, þar sem kjósendur veldu sjálfir um orðalag þessara umdeildu pósta. Að svo búnu getur Alþingi ekki hafnað stjórnarskránni eða einstökum liðum hennar. Þjóðin hefur talað og málið er einfaldlega útrætt.