Þjóðin kvað upp sinn dóm

Punktar

Stjórnarflokkarnir gengu til kosninga án þess að lofa afslætti af skuldum fólks. Stjórnarandstöðuflokkarnir lofuðu hins vegar 20% skuldaafslætti eða svipaðum lausnum. Stjórnarflokkarnir lofuðu fyrningu kvóta í sjávarútvegi, en stjórnarandstaðan gerði það ekki. Stjórnarflokkarnir sögðu, að hækka þyrfti skatta og tolla, en stjórnarandstaðan gerði það ekki. Þrátt fyrir allt þetta unnu stjórnarflokkarnir kosningarnar í vor og stjórnarandstaðan tapaði. Þjóðin kvað upp dóm sinn. Hún hafnar afslætti af skuldum, sættir sig við hærri tolla og skatta, vill fyrningu fiskikvóta. Þetta eru útrædd mál.