Þjóðin hefur 35% fylgi

Punktar

Margir telja sér trú um, að þjóðin komist til valda í næstu kosningum. Það er firra, hún fær 35% atkvæða. Nokkrir nýir flokkar skipta því fylgi. Gömlu flokkarnir fá restina, þar af Sjálfstæðisflokkurinn einn 35% atkvæða. Þrátt fyrir hrunið væri sá hluti kjósenda því fegnastur að fá hrunverja aftur til valda. Restin af fjórflokknum fær þau 30% sem eftir eru. Fólk, sem hafnar hrunverjum og telur ekki rétt að svæla út núverandi ríkisstjórn. Eftir næstu kosningar kunna nýir flokkar að semja við vinstri flokkana. Ég efast um, að það bæti nokkuð. En krafan um kosningar heldur þó ríkisstjórninni á tánum.