Fjölfróður prófessor emeritus, Sigurður Líndal, fullyrðir, að þjóð geti ekki átt eignir. Átti að vera innlegg í umræðuna um þjóðareign á auðlind sjávar. Samt eru dæmi um hugtakið þjóðareign í lögum, aðskilið frá ríkiseign. Þannig eru listaverk Einars Jónssonar eign þjóðarinnar, en ekki ríkisins. Þannig er Þingvöllur samkvæmt lögum eign þjóðarinnar. Samkvæmt lögunum er hvorki hægt að selja eða veðsetja Þingvöll. Sama er að segja um auðlind sjávarins. Eigi þjóðin hana, er hún hvorki seljanleg né veðsetjanleg. Því þarf að skerpa lög um hana, þannig að ljós sé meiningin. Bezt er að orða þetta í stjórnarskrá.