Þótt Evrópusambandið sé ekki fullkomið og evran ekki fullkomin, eigum við að vera með. Þótt embættismenn séu fyrirferðarmiklir í sambandinu, eru þeir ekki vanhæfir eins og þeir íslenzku. Þeir evrópsku kunna stjórnsýslu, en íslenzkir embættismenn kunna ekkert í henni. Þótt lýðræði sé lítið í sambandinu, er það enn minna hér á landi. Mestu máli skiptir, að krónan er orðin hættuleg hagkerfinu. Hún rambar út og suður, viðkvæm fyrir árásum fjárglæframanna. Sem betur fer er þjóðin loksins eftir dúk og disk að átta sig á, að fullyrðingar Davíðs Oddssonar í evrópumálum eru hlægilegar.