Þjóðhreinsun á Íslandi

Punktar

DV flytur okkur í dag skelfilegar fréttir af ófrjósemisaðgerðum á börnum og unglingum árin 1938-1975. Þær voru í samræmi við þjóðhreinsunarstefnu nazista á fyrirstríðsárunum. Læknar og embættismenn voru haldnir þessari firru. Hugmyndafræðingur hennar hér var Vilmundur Jónsson landlæknir. Hann sagði árið 1937: “Vönun andlegra fáráðlinga léttir þeim lífið, er þjóðinni til hagsbóta og dregur úr úrkynjun komandi kynslóða.” Þeir, sem þá voru kallaðir fáráðlingar, eru nú sagðir þjást af lesblindu eða ofvirkni. Ríkisvaldið ber ábyrgð á framgangi hinnar skelfilegu þjóðhreinsunarstefnu.