Þjóðfundurinn er undirstaðan

Punktar

Þjóðfundurinn mun skila nokkrum meginþemum, sem eru þjóðinni efst í huga, þegar hún fjallar um stjórnarskrá. Stjórnlagaþinginu ber að setja þessar hugsanir fremst í stjórnarskrána. Fremst fari yfirlit yfir þessi meginþemu í einu paragraffi. Til dæmis: Leikreglur, siðferði, ábyrgð, gegnsæi, jafnræði, heiðarleiki, sanngirni, sjálfbærni, framtíðarkynslóðir, einstaklingsfrelsi, jöfnuður, velferð, friður. Síðan yrðu sérstök paragröff um skilgreiningu hvers þessara atriða og nokkurra í viðbót. Þau yrðu sáttmáli þjóðarinnar við sig. Samanlagt yrðu þau inngangur að ákvæðum um handhafa ríkisvaldsins.