Þjóðfundur gegn kvótagreifum

Punktar

Þjóðfundurinn vill, að þjóðin eigi auðlindir hafsins. Vill, að stjórnarskrá skilgreini eignarhald hennar. Vill, að arður auðlinda renni til fólksins. Vill, að hagsmunaaðildar ráði ekki auðlindum. Vill leggja niður núverandi séreign á kvóta. Skýrara verður það ekki. Landssamband kvótagreifa kaupir marklausar skoðanakannanir um, að þjóðin vilji allt annað en þjóðfundurinn segir. Þær kannanir ljúga, en þjóðfundurinn segir satt. Mál þetta er gott dæmi um vanhæfni Alþingis. Getur ekki ákveðið sig, ef hagsmunaaðilar standa þversum. Þess vegna þurftum við þjóðfundinn og þurfum stjórnlagaþingið.