Þjóðernissinnað afturhald

Punktar

Upp úr áramótum var Sjálfstæðisflokkurinn á siglingu í átt til stuðnings við aðild að Evrópu. Þungavigtarnefnd flokksins gaf út skýrslu í þeim anda. Aðildin var eindregið studd ýmsum samtökum atvinnulífs, nema sjávarútvegs og landbúnaðar. Nokkrum vikum fyrir landsfund stöðvaðist siglingin. Flokkurinn hrökk til baka. Líklega fyrir tilstilli Davíðs Oddssonar. Varð eindreginn andstæðingur aðildar að Evrópu. Viðskiptalífið hlýtur því að endurskoða afstöðuna til flokksins. Hann stefnir óðfluga í átt til þjóðernissinnaðs afturhaldsflokks Davíðs. En Samfylkingin hirðir fylgið úr viðskiptalífinu.