Þjóðarmorð staðfest

Punktar

Samtök fyrrverandi hermanna Ísraels hafa leitt fram fjölda vitna, sem segja, að herinn hafi skipulagt þjóðarmorð í stríðinu gegn Gaza í fyrrasumar. Hermönnum var sagt að skjóta á allt kvikt. „Ekki gera ráð fyrir, að neinn sé saklaus“, var þeim sagt. Þá var Ísrael sakað erlendis um tilraun til þjóðarmorðs, en stjórn Ísraels neitaði öllu. Nú eru sönnunargögnin að birtast. Því verður nú að draga Ísrael fyrir fjölþjóðadómstól um stríðsglæpi. Framferði Ísraels gagnvart Palestínumönnum hefur lengi verið samfelld SS-grimmd. Sjálfur hef ég í tvígang verið í Ísrael og varð gáttaður á frekju og yfirgangi venjulegs almennings.