Fimmtíu manns missa vinnuna hjá Frostfiski í Þorlákshöfn, því að Waitrose í Bretlandi hætti viðskiptum vegna hvalveiða. Samtals munu nokkur hundruð manns missa vinnu vegna Waitrose og er þó ekki á bætandi. Allt gerist þetta, því að hálfbilaður auðmaður vill fórna milljörðum til að halda úti óarðbærum hvalveiðum. Hefur reynt að selja hvalkjötið til Japans, en ekki tekizt. Þar hefur það legið í gámum og auðmaðurinn orðið að kaupa það til baka. Japanir éta ekki lengur hvalkjöt. Ríkisstjórnin ákvað að sætta sig við geðsjúkar hvalveiðar út allt þetta ár. Enda er meirihluti þingmanna fylgjandi ruglinu.