Þingmannaleið og Rómarvegir

Punktar

Meðan Íslendingar óðu mýrar og klöngruðust um stórgrýti fóru Evrópumenn hratt um góða vegi Rómverja. Forna heimsveldið var eins verkfræðilega sinnað og forfeður okkar voru lausir við nokkurn áhuga á vegagerð. Allar leiðir liggja til Rómar, segir spakmælið. Frægasti Rómarvegurinn var Via Egnatia, sem tengdi Róm við Miklagarð. Eftir þeim vegi fóru menn tæpa þúsund kílómetra á tuttugu dögum. Fimmtíu kílómetra á dag. Á vegalausu Íslandi fóru menn samt litlu hægar yfir, 37,5 kílómetra á dag, eina þingmannaleið. En Rómarvegir standa enn meðan íslenzkir vegir sukku í mýrar eða fuku burt.