Þingið verður frábært

Punktar

Fimmhundruð frambjóðendur til stjórnlagaþings eru ekki vandamál. Fjöldinn sýnir áhuga fólks á að láta gott af sér leiða við mikilvæga stjórnarskrá. Hún ræður að vísu ekki úrslitum um gengi og velferð þjóðarinnar. En hún verður nýr sáttmáli þjóðarinnar við sjálfa sig á örlagastundu. Þótt flókið sé að greiða atkvæði, mun ágætt fólk veljast til þessa starfs. Aðferðir við talningu atkvæða ráða ekki úrslitum um innihaldst þingsins. Ekki mun takast að tala þingið niður, þótt tæknileg framkvæmd sé óheppileg. Þjóðin vill fá stjórnlagaþing og fær það, þótt hagsmunaaðilar muni hafa allt á hornum sér.