Þingið og skriffinnarnir

Punktar

Dæmigert vandamál fyllir tíma Evrópusambandsins þessa dagana. Þingið felldi samskiptafrumvarp frá framkvæmdastjórninni og ráðherraráðinu. Vegna ákvæðis um, að sjóræningjum á vefnum yrði refsað án dóms og laga. Franska stjórnin hafði hvatt til þessa ákvæðis. Þingið taldi þetta ótækt og felldi frumvarpið með 404 atkvæðum gegn 56. Þetta setti allt á hvolf í skriffinnakerfinu, sem veltir fyrir sér, hvort taka eigi mark á þinginu. Í Evrópusambandinu er til siðs að taka misjafnt mark á þinginu. Framkvæmdastjórnin getur hjakkað áfram í málinu og lagt það breytt fyrir þingið í haust. Ekki mjög lýðræðislegt.