Þið kusuð þetta yfir okkur

Punktar

Þið berið ábyrgð á hruninu. Kusuð það yfir okkur. Mikill meirihluti kjósenda studdi Davíð og Geir til valda og hækjuflokka, sem Flokkurinn hafði með sér í ríkisstjórn. Við vöndum pólitíkusa á að haga sér eins og þeim þóknaðist. Davíð þóknaðist að hafa ekkert eftirlit með neinu. Hann bjó til ruglið sem forsætis og seðlabanka. Síðan kom Davíðshrun og enginn þykist bera ábyrgð á neinu. Ekki banka- og útrásarbófar. Enn síður Davíð og Geir og allir hinir. Allra sízt kjósendur, segjast ekki bera neina ábyrgð á IceSave. Samt kaus meirihlutinn yfir okkur óreiðumenn, Davíðshrun og IceSave. Og segir enn nei.