Eftir andlát Herragarðsins við Laugaveg kom ég í samnefnda búð í Kringlunni og sá þar verzlunarmann frá Laugaveginum og spurði hann um tvíhneppta bleizera. “Þið eruð útdauðir”, sagði hann og þar með var málið afgreitt. Í Boss er ekki lengur hægt að fá uppháa sokka og í Waage er ekki lengur hægt að fá skó frá Pitti eða Magli. Allt snýst í búðunum um tízku, sem er svo ljót, að það verður að skipta um hana tvisvar á ári. Ekki er lengur neitt pláss fyrir hefðbundna vöru, sem hefur gengið í hundrað ár. “Þið eruð útdauðir” er svarið. Og ég á bara trosnaða bleizera til hversdagsbrúks.