Atburðir síðustu daga vekja fyrst og fremst athygli mína á almennum skorti á andófi og óhlýðni Íslendinga. Almennt láta menn ekki á sér kræla og taka kárínum eins og hverju öðru hundsbiti. Lífskjör meðalfólks rýrna, en ríkir margfalda tekjur sínar með einkavinavæðingu. Ekkert fær raskað hugleysi þjóðarinnar. Óskert er dálæti hennar á sterkri stjórn með öflugri löggæzlu. Það eru ekki bara yfirmenn dómsmála og löggæzlu, sem eru fasistar, heldur eruð þið flest litlir fasistar í sálinni. Þið viljið búa í samfélagi að hætti bókarinnar 1984 eftir George Orwell. Þið eruð þegnar, ekki borgarar.