Þið eigið að blogga meira

Punktar

Kosningabaráttan fer nánast eingöngu fram á fésbók. Allt of lítið er um, að frambjóðendur bloggi. Það er eins og fésbók sé að taka við af bloggi. Hún er að mörgu leyti ánægjuleg, gerir umræðuna nafngreinda og jákvæðari en ella. Hins vegar er of auðvelt að láta kerfið loka síðum fólks. Til þess þarf bara samsæri hóps. Slíkar árásir gætu orðið að faraldri síðustu daga baráttunnar. Því ráðlegg ég frambjóðendum að treysta ekki eingöngu á fésbók. Betra er að færa hluta baráttunnar yfir í bloggið og hafa RSS-tengingu. Blogg þitt kemur þá fram í http://blogg.gattin.is/ og er þar sýnilegt ótrúlegum fjölda fólks.