Daglega berast fréttir af mótmælum íbúa við þéttingu byggðar. Þær koma úr Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði. Fólk hefur áttað sig á, að ný stórhýsi spilla lifsgæðum þeirra, sem búa þar fyrir. Trúarofstækismenn þéttingar hafa hingað til blásið á andmælin. Þeir fara sínu fram í krafti embætta sinna í skipulagsdeildum bæjarfélaga. Næsta skref felst í málaferlum gegn sveitarfélögum, sem skaða eignir íbúanna. Þegar réttlæti næst fyrir dómum, mun fáránleg stefnan leggjast af. Hún hefur aldrei átt annað haldreipi en hroka langskólagenginna. Þægð við verktaka Framsóknar er ekkert haldreipi.