Þjóðin sjálf er landinu til skammar. Aðrar þjóðir Vesturlanda væru komnar út á götu til að heimta afsögn ráðherra, fjármálaeftirlits, bankastjóra. Ef aðrar þjóðir fengju sömu meðferð og viðskiptamenn Landsbankans fengu í gær, væru hafnar óeirðir. Ekki hér á Íslandi. Eins og ég hef sagt áður, þá eru Íslendingar upp til hópa þrælahyski, sem lætur valta yfir sig kruss og þvers. Grætur pínulítið í sjónvarp, en heldur síðan áfram að styðja ónýtt bananakerfi. Sem níðist á almenningi og hossar siðbrjótum. Dólgarnir verða endurkjörnir. Þeir segja eins og Akureyrarlöggan: Þetta voru aðkomumenn.