Þetta varðar málið

Punktar

Auðvitað varðar það Baugsmálið, að ritstjóri Morgunblaðsins og baráttukonan gegn Baugi hafi verið í nánu sambandi. Það getur skýrt, hvers vegna Styrmir Gunnarsson hefur beitt sér persónulega af afli í málinu. Frásögn Morgunblaðsins í fyrradag af fundi hans með blaðamönnum segir svart á hvítu, að í sumum málum tekur hann að sér fréttastjórn og heldur öllum þráðum blaðsins í eigin hendi. Þar á meðal í þessu margrædda Baugsmáli. Svo er það auðvitað mál blaðamanna og aðstandenda Morgunblaðsins, hvort þeir sætta sig við þetta. En þeir geta ekki sagt, að Styrmir standi utan við málið.