Þetta taumlausa ég

Punktar

Græðgin hefur ekki aðeins heltekið forsætisráðherra okkar, nokkra bankastjóra og einkavæðingarforstjóra. Að mati ríkisskattstjóra nær græðgisvæðingin einnig til fyrirtækja, er ráða sérfræðinga til að komast undan hinni sáralitlu hlutdeild, sem fyrirtækjum er ætlað af skattbyrði landsins. … Viðbrögð sérfræðinga og forstjóra eru eins og í pólitík, bönkum og einkavæðingu. Forkláraðir farísear jesúsa sig í bak og fyrir og furða sig á grófu orðbragði ríkisskattstjóra. Það jaðrar raunar við meintan dónaskap fjölmiðla, sem níðast á ráðherra, er segist ramba við dauðans dyr. …