Það eru mútur, þegar Landsvirkjun greiðir hreppi fyrir skipulag orkuvers. Það eru mútur, þegar Landsvirkjun greiðir hreppi fyrir bundið slitlag á tvo vegi, sem eru orkuverinu óviðkomandi. Það eru mútur, þegar Landsvirkjun leggur fé í vatnsveitu hreppsins. Það eru mútur, þegar Landsvirkjun bætir gemsasamband í hreppnum. Ég veit ekki, hvað lögin segja um mútur, en ég þekki mútur, þegar ég sé þær. Enda þekki ég siðferði, sem lagatæknar þekkja ekki. Hæstiréttur hefur úrskurðað þessar mútur löglegar. Það er hans böl. Hæstiréttur hefur margsannað, að hann er siðlaus eins og íslenzk lagatækni.