Þetta skiptir mestu máli í samfélaginu í dag: Skiptum löndunarrétti niður á byggðir landsins og bjóðum út allar fiskveiðiheimildir til hæstbjóðanda. Löndunarréttur veldur jafnvægi í byggð landsins og útboð veiðiheimilda færir þjóðinni arð af auðlindinni. Þetta tvennt skiptir mestu máli: Löndunarréttur og uppboð veiðiheimilda. Þetta eru sárafá hugtök: Löndunarréttur og uppboð veiðiheimilda, byggðajafnvægi og arður af auðlind. Þetta er það, sem þjóðin vill. Og þetta er líka það, sem hentar dreifðum byggðum landsins. Látið ekki talsmenn kvótagreifa ljúga ykkur full. Takið bara það, sem er réttur ykkar.