Loksins hefur færzt líf í rikisstjórnina í landhelgismálinu. Fyrir helgina hótaði hún að slíta stjórnmálasambandi við Breta, ef þeir hættu ekki að sigla á varðskipin. um leið boðaði hún umfangsmikla sókn í málinu einkum á vettvangi Atlantshafsbandalagsins og einnig á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.
Pétur Thorsteinsson ráðuneytisstjóri er lagður af stað sem sérstakur fulltrúí ríkisstjórnarinnar í ferð til höfuðborga ríkja Atlantshafsbandalagsins til þess að gera stjórnum ríkjanna grein fyrir sjónarmiðum Íslendinga. Átti hann að vera i Osló i gær og í Kaupmannahöfn í dag.
Þá hefur ríkisstjórnin krafizt fundar í fastaráði Atlantshafsbandalagsins út af framgöngu Breta á Íslandsmiðum. Jafnframt hefur hún beðið Joseph Luns, framkvæmdastjóra bandalagsins, um að koma hingað til að ræða við ríkisstjórnina. Að lokinni kynningu málsins gagnvart ríkjum bandalagsins, ætlar ríkisstjórnin svo að krefjast nýs fundar í fastaráðinu.
Loks verða sendiherrar Íslands vestan hafs kallaðir heim til að undirbúa frekari kynningu málstaðar Íslands gagnvart öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna og ríkisstjórnum Bandaríkjanna og Kanada.
Þetta er of lítíð of seint kunna margir að segja. Meðal annars hefur hér í blaðinu verið fyrir löngu hvatt til nokkru harðari aðgerða en þessara. En ríkisstjórnin hefur verið hægfara og vill vera hægfara og hefur að sjálfsögðu sínar ástæður til þess.
Við eigum að geta unað þessum aðgerðum að sinni. Þær munu hafa mikil áhrif á þeim vettvangi, sem mestu máli skiptir, valdatafli alþjóðastjórnmálanna. Afskipti Atlantshafsbandalagsins eru mun mikilvægari en almenningsálitið erlendis, sem seint verður nógu vel upplýst til að koma okkur að gagni.
Vitanlega gerum við ráð fyrir, að harðari aðgerðir geti fylgt á eftir, ef þessar duga skammt. Ef til vill duga þær til þess að fá Breta til að hætta ásiglingum sínum. Ef þeir gera það ekki, er ríkisstjórnin nokkurn veginn búin að skuldbinda sig til að slíta stjórnmálasambandi við Breta.
Ástandið á miðunum er orðið einkar alvarvlegt eins og sést af þvi, að Bretareru farnir að elta uppi varðskipin hvar sem er, þótt þau séu að sinna öðrum störfum en landhelgisgæzlu, svo sem ýmissi öryggísþjónustu. Þeir eru einnig farnir að áreita rannsóknaskip og jafnvel kaupskip.
Wilson, forsætisráðherra Bretlands, hlýtur að eiga óvenjulega bágt heima fyrir um þessar mundir, úr þvi að hann stendur fyrir þessum óvenjulega miklu mannalátum út á við. En hann hefur líka þurrkað út alla möguleika islenzkra stjórnvalda á að semja við Breta um svo mikið sem fimm fiska veiði.
Þjóðin styður rikisstjórnina i hinum nýjustu aðgerðum hennar og væntir þess, að þær séu merki um nýja stefnu og nýja tíma i landhelgismálinu.
Jónas Kristjánsson
Dagblaðið