Ljóst er, að Heiðar Már Guðjónsson tók stöðu gegn krónunni skömmu fyrir hrun hennar. Hélt fund með gengisbröskurunum George Soros og Bruce Kovner. Sendi minnisblað, sem annað hvort var ætlað Björgólfi Thor Björgólfssyni eða Landsbankanum. Engu máli skiptir, hvort þetta tókst hjá honum eða ekki. Engu máli skiptir, hvort gengisbraskarar gangi lausir erlendis. Þetta var ferleg hegðun Heiðars Más. Á íslenzku heitir hún landráð. Því miður ganga sögur um, að bankabófar Arion-banka hyggist selja Sjóvá til gengisbraskara undir forustu Heiðars Más Guðjónssonar. Þetta rugl endar með byltingu í landinu.