Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon eru stríðshross af gamla skólanum. Hafa verið á þingi frá ómunatíð. Innrættu sér þá skoðun, að bezt sé, að fólk viti sem minnst. Því meira neyðist það til að trúa fullyrðingum innvígðra. Nú hafa hjúin veðsett þjóðina og afkomendur hennar fyrir 630 milljarða, sem fara á sjö árum upp í 900 milljarða. Sér til afsökunar segja þau, að mest af þessu náist til baka. Hafa brezkan endurskoðanda fyrir því. Útskýra ekki, hvernig meint eign reiknast út, hvernig hún skiptist, hverjar séu innheimtulíkur. Því að fólk getur orðið hættulegt, ef það fær að vita.