Fred Kaplan er einn af þekktustu stjórnmálaskýrendum Bandaríkjanna. Eftir hann var að koma út bókin “Daydream Believers”. Þar rekur hann aðdraganda og framkvæmd utanríkisstefnu George W. Bush. Í stuttu máli telur Kaplan, að þar hafi fávitar ráðið ferðinni, pólitískir draumóramenn. Þeir hafi trúað draumum sínum, svo að úr varð martröð fyrir heiminn og Bandaríkin. Allir viti bornir menn í ráðuneytum hafi verið frystir út og ekki hlustað á þá. Eini fullorðni maðurinn í ríkisstjórninni var rekinn, Colin Powell. Svo sem ekki nýjar fréttir, en Kaplan rekur feril allra fávitanna í smáatriðum.