Þeir trúðu dagdraumum sínum

Punktar

Fred Kaplan er einn af þekktustu stjórnmálaskýrendum Bandaríkjanna. Eftir hann var að koma út bókin “Daydream Believers”. Þar rekur hann aðdraganda og framkvæmd utanríkisstefnu George W. Bush. Í stuttu máli telur Kaplan, að þar hafi fávitar ráðið ferðinni, pólitískir draumóramenn. Þeir hafi trúað draumum sínum, svo að úr varð martröð fyrir heiminn og Bandaríkin. Allir viti bornir menn í ráðuneytum hafi verið frystir út og ekki hlustað á þá. Eini fullorðni maðurinn í ríkisstjórninni var rekinn, Colin Powell. Svo sem ekki nýjar fréttir, en Kaplan rekur feril allra fávitanna í smáatriðum.