Þeir telja sig vita betur

Punktar

Evrópusambandið sættir sig ekki við lýðræðislegar ákvarðanir. Segir bara, að Írar séu fífl að hafna stjórnarskránni. Það er að vísu rétt, sambandið hefur gert kraftaverk á Írlandi. En það er ekki hægt að afskrifa lýðræði, af því að embættismenn í Bruxelles viti betur en írska pakkið. Sambandið er orðið svo óvinsælt, að öll þjóðaratkvæði um mál þess falla því í óhag. Tyrkland fær ekki aðgang, því að Frakkar munu fella það. Sambandið mun svara Írlandi með því að láta önnur ríki samþykkja stjórnarskrána. Halda áfram eins og ekkert hafi gerzt. Þannig verða mál ekki leyst til frambúðar.