Þeir sviku sína huldumey

Punktar

Verkalýðsleiðtogar brugðust landinu, þegar pólitísk átök urðu um orkuver við Kárahnjúka. Þeir lögðu lóð sitt á vogarskál virkjunar. Nú gráta þeir, að lítið sé þar um vinnu fyrir Íslendinga og kaupið lágt. Þar eru notaðir útlendingar á lágu kaupi og vondum kjörum með velþóknun vinnueftirlitsins. Þetta kemur vel á vonda, sem sviku sína huldumey. Megi þeir gráta vel og lengi.