Þeir ónýta lýðveldið

Punktar

Hæstiréttur hefur tvisvar ógilt innheimtu gengislána hjá Dróma, Spron og Frjálsa fjárfestingarbankans. Samt gera bófarnir ekkert til að verða við dómi Hæstaréttar. Nú er þess krafizt, að slitastjórn bankans verði rekin, en ekkert gerist samt. Réttarríkið hefur verið tekið úr sambandi í fjármálum eins og lýðræðið hefur verið tekið úr sambandi í pólitík. Bankabófar komast upp með að hunza ítrekaða dómsúrskurði. Eins og í Sturlungu. Senn verður fólk að taka lög og rétt í eigin hendur. Fara í bankana og kasta út bófunum. Fara á Alþingi og kasta út jarðálfunum. Yfirstéttin hefur ónýtt lýðveldið.