Íslendingar þurfa að komast í Evrópusambandið til að bæta hagstjórnina. En við munum ekki fá aðild með okkar fallandi gengi, okkar verðbólgu og okkar vaxtamun. Við þurfum aðlögun, sem verður okkur holl, eins og hún er holl fyrir Austur-Evrópu. Hugsið ykkur, hvað væri gott að fá eðlilega vexti í samfélagið. Við höfum lélega ríkisstjórn og lélegan Seðlabanka. Við þurfum blýantsnagara og seðlabanka í Bruxelles til að laga stöðuna. En landsfeður okkar í stjórnarráði og Svörtuloftum vilja halda í völd, sem þeir ráða ekki við. Þeir keyra á bremsunum. Því er fæðing aðildar að sambandinu svona rosa erfið.