Ekkert hefur hindrað þverhausaþjóð í að veiða hval og ekkert mun framvegis hindra það. Þjóðin hefur bitið sig í, að hún eigi rétt á hvalveiðum. Hvað sem þær kosta. Og það er gomma. Kristján Loftsson verðleggur óseljanlegar birgðir sínar upp á 2,4 milljarða króna. Á sama tíma hraðvaxa tekjur og atvinna af hvalaskoðun. En Íslendingar vilja ekki bogna fyrir útlenzkum tillögum um að hætta hvalveiðum. Fremur vilja þeir brotna. Þverhausum þykir ekkert athugavert við að æsa umheiminn upp gegn sér. Jafnvel þótt ekkert sé upp úr því að hafa nema raunir og fjárútlát. Íslendingar eru ekki í lagi.