Michael Hudson hagfræðiprófessor skrifar fína grein í dag í Financial Times. Hann telur líklegt, að Ísland muni ekki greiða IceSave skuldirnar. Minnir á Versalasamningana 1918, er óbærilegar byrðar voru lagðar á Þýzkaland. Ísland geti ekki borgað og muni því ekki borga. Fyrirvarar Alþingis um greiðslugetu séu réttlát bylting í viðhorfum ríkja til slíkra skuldbindinga. Liðinn sé sá tími, að fjármagn sé talið heilagt. Hrun Íslands sé ekki aðeins um að kenna íslenzkum bönkum og íslenzku eftirlitsleysi. Það sé líka hluti af gjaldþrota hugmyndafræði alþjóða-auðhyggjunnar, þar á meðal Alþjóða gjaldeyrissjóðsins.