Þeir bjarga sálarheill

Punktar

Guði sé lof fyrir bloggið síðan fjölmiðlarnir lömuðust. Röð af bloggurum tekur á hruninu og færir okkur skynsamlegt mat á stöðunni. Sumir daglega, aðrir oftar. Ég nefni nokkra: Egill Helgason, Dr. Gunni, Baldur McQueen, Friðrik Skúlason, Pétur Tyrfingsson, Andrés Jónsson, Guðmundur Gunnarsson, Guðmundur Magnússon, Árni Snævarr, Ómar Ragnarsson, Sveinn Pálsson, Teitur Atlason, Björgvin Valur Guðmundsson. Ekki í neinni sérstakri röð. Farið á “blogg.gattin.is”, veljið “Stjórnborð”, síðan “Birta minn lista”, krossið við þessi nöfn og mitt. Þið fáið upp sífrjóan lista yfir nýjustu bloggin.