Langt komin er mikil vinna við að smíða rammaáætlun um virkjanakosti. Samið hefur verið uppkast, sem umsagnaraðilar hafa til skoðunar. Ferlinu lýkur 12. nóvember og þá kemur málið til ákvörðunar Alþingis. Þar verða örlög virkjana í neðri Þjórsá ákveðin. Þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar vilja taka þá kosti út úr áætluninni og virkja þar strax. Er þó ekki enn ljóst, hversu hátt orkuverð fæst út úr þeim. Flokkurinn harmar aðgerðaleysi stjórnvalda. Stjórnarsinnar telja tillögu Flokksins bera vott um æðibunugang og skort á umhverfishyggju. Sama sinnis eru Guðmundur Steingrímsson og Hreyfingin.